Eru engar nefndir í neðri deild breska þingsins, sem finna àsættanlegar niðurstöður?

Nefndir Alþingis þurfa stundum að leggja mikla vinnu í að lagfæra og breyta lagafrumvörpum og þingsályktunartillögum til að tryggur meirihluti tryggi farsæl málalok. Mér hefur alltaf fundist þetta verklag merki um lýðræðislegan þroska. Við lestur frétta um BREXIT síðustu vikur hafa þessar vangaveltur oft leitað á huga minn. Af fréttaflutningi mætti halda að breska forsætisráðherranum einum og sér sé aftur og aftur skipað að koma á ný með betri texta. Svona er þetta örugglega ekki í reynd. En mér er spurn, eru virkilega engar þingnefndir í neðri deildinni, sem vinna að ritun texta til að þóknast meirihluta þingsins? Það væri athyglisvert að lesa úttekt fréttamanns um hvernig breska þingið iðkar þetta þroskaverkefni lýðræðisins.

 


mbl.is Gæti enn farið út án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband