Fćrsluflokkur: Bloggar

AFNÁM VERĐTRYGGINGAR

SKEFJALAUSIR VEXTIR UNDIR TVEIMUR NÖFNUM

Vinur minn hefur í nokkur ár greitt af tveimur húseignum, einni á Íslandi og annarri í Danmörku. Lániđ á húsinu í Danmörku lćkkar jafnt og ţétt og eign hans í ţví eykst ađ sama skapi. Hann er ánćgđur og stoltur af eign sinni ţar. Höfuđstóll lánsins á húsinu á Íslandi hćkkar stöđugt, afborganir verđa ţyngri og hann á stöđugt minna í ţví. Hann er ósáttur og reiđur vegna ţróunar mála hér. Tröllasögur? Ţví miđur ekki. Öll gögn í málinu liggja fyrir og tala sínu máli. Afnotagjald fjármuna á Íslandi er skefjalaust. Ţađ hjúpar sig tveimur nöfnum sem eru verđtrygging og vextir.

AĐ ŢJÓNA TVEIMUR HERRUM

Ţađ er ótrúlegt ađ verkalýđshreyfingin skuli ekki í yfirstandandi kjaraviđrćđum setja fram kröfu um afnám verđtryggingar lána og ađ kaupmáttur launa verđi tryggđur međ reglulegum leiđréttingum launatalna til samrćmis viđ hćkkun vísitölu neysluverđs. Oft eru sömu ađilar í framvarđarsveitum verkalýđsfélaga og lífeyrissjóđa. Lífeyrissjóđirnir eru stćrstu fjárfestar á hinum innlenda hlutabréfamarkađi og stunda ţar ađ auki umfangsmikla útlánastarfsemi til umbjóđenda sinna. Sömu ađilar vinna annars vegar ađ kjarabótum fyrir almenning og hins vegar ađ ţví ađ hámarka ágóđann af fjármálastarfsemi lífeyrissjóđanna, t.d. međ verđtryggingu lána, sem reynast mörgum mjög erfiđ. Ţađ hefur aldrei reynst gćfusamt og sannfćrandi ađ ţjóna tveimur herrum.

GLĆPUR SÍĐUSTU ALDAR

Skelfilegasta dćmiđ um hvernig verđtrygging hefur svipt saklaust fólk aleigunni er frá níunda áratug síđustu aldar ţegar misgengi lánskjaravísitölu og launa náđi hámarki. Mjög margir sem ţá gátu ekki stađiđ undir afborgunum lána í 45-60% verđbólgu áranna 1978 - 1983 (yfir 100% um mitt ár 1983) hafa boriđ harm sinn í hljóđi. Ţeim var jafnvel ekki trúađ ţegar ţeir reyndu ađ útskýra hvers vegna fjárhagsstađa ţeirra varđ allt í einu mjög slćm. Ţá ţekktist jafnvel ađ húsnćđislán bćru 26-28% vexti og óverđtryggđar skuldbindingar báru um tíma 52,5% vexti. Misgengi níunda áratugarins hefur stundum veriđ kallađ glćpur aldarinnar. Stór orđ! Hins vegar ber ađ hafa í huga ađ aukiđ innsći hagfrćđinga, öflugri hagstjórnartćki, einarđur vilji stjórnmálamanna og ţjóđarsátt hafa orđiđ til ţess ađ allt ţetta er vonandi ađeins veröld sem var.

ÉG MĆLI MEĐ...

afnámi verđtryggingar.


ANDLEG, LÍKAMLEG OG FÉLAGSLEG HEILSA

Ég er međ stćrri mönnum og töluvert ţykkur. Ef ég hreyfđi mig daglega í 60 mínútur vćri ég sennilega í kjörţyngd. Á vorin, sumrin og haustin geng ég töluvert mikiđ. Best finnst mér ađ ganga úti í náttúrunni og helst ekki minna en í 200 mínútur á viku ađ lágmarki. Hreyfing er fyrirbyggjandi og eykur andlegt, líkamlegt og félagslegt ţol og hreysti. Í göngutúrum fćr heilinn tćkifćri til ađ leita svara viđ úrlausnarefnum sem oft virđast torleyst og yfirvinna áhyggjur og kvíđa. Síđast en ekki síst veita göngutúrar mér oft frjóar hugmyndir. Líkamlegur ávinningur göngutúra er löngu sannađur. Sá ávinningur nćr bćđi til almennrar líffćrastarfsemi og stođkerfis. Andleg og líkamleg vellíđan leiđir svo til bćttrar félagslegrar heilsu, félagslyndis og árćđis.

ÉG MĆLI MEĐ...

göngutúrum, --- bćđi stuttum og löngum.


ÓSKILYRTIR KAUPRÉTTARSAMNINGAR OG OFURLAUN

Athyglisvert var ađ hlusta á Vilhjálm Bjarnason viđskiptafrćđing og ađjúnkt í Silfri Egils í gćr er hann rćddi um óskilyrta kaupréttarsamninga, sem leiđa til ofurlauna. Svo virđist sem hér á landi fái stjórnendur banka og annarra stórfyrirtćkja kaupréttarsamninga án ţess ađ gerđur sé samningur um hvern árangur ţeir skuli sýna til ađ slíkur réttur verđi virkur. Ábending hans um árangurstengingu kaupréttarsamninga erlendis hlýtur ađ verđa stjórnum stórfyrirtćkja hér á landi hvati til ađ endurskođa ţessi mál. Ţađ er sjálfsögđ krafa almennra hluthafa. Ađ auki ţarf ađ hafa í huga ađ stjarnfrćđilegur kjaramunur innan lítils samfélags getur rofiđ samhug og gleđi, trú á ađ réttlćti ríki og sátt um ađ hér sé gott ađ vera til. Ţrátt fyrir ţetta finnst mér ađ góđ og dýrmćt störf beri ađ launa mjög vel. Ţađ er hagur okkar allra og lađar hćfileikaríka einstaklinga til ađ takast á viđ ţau verkefni sem ţeir eru bestir í.

ÉG MĆLI MEĐ...

ađ viđ reynum ađ koma málum svo fyrir ađ sem flestir uppskeri eins og ţeir sá. Ţađ er félagslegt réttlćtismál.


VIKA STÓRRA ATBURĐA Í LÍTILLI SÓKN

VIKA STÓRRA ATBURĐA Í LÍTILLI SÓKN

Ţađ er ánćgjulegt ađ geta hafiđ bloggritun hér međ ţví ađ líta yfir liđna viku og sjá ţar tvo stóra atburđi í umhverfi sem ekki lćtur mikiđ yfir sér. Ég er svo heppinn ađ vera sóknarprestur í Hraungerđisprestakalli í Flóa. Í prestakallinu eru ţrjár sóknir: Hraungerđissókn, Laugardćlasókn og Villingaholtssókn. Mörg býli ţessara sókna eiga sér merka sögu og mannlíf svćđisins djúpar rćtur. Mannfólkiđ í Flóanum er vandrćđalaust, hógvćrt og háttvíst. Af ţremur sóknum prestakallsins hefur ein verulega sérstöđu. Ţađ er Laugardćlasókn. Hún er mynduđ af nokkrum bćjum í hinum forna Hraungerđishreppi (nú Flóahreppi) og Sandvíkurhreppi hinum forna (nú Árborg). Sóknarfćri innan landamerkja Laugardćlasóknar eru mörg enda einsýnt ađ ţéttbýlisţróun út frá Selfossi mun fyrr eđa síđar verđa inn á lendur hennar. Er sú ţróun hafin og líklegt ađ á nćstu áratugum fjölgi mjög í sókninni. En hverjir eru hinir stóru atburđir lítillar sóknar? Ţeir tengjast báđir ţessari litlu sókn međ vaxtarmöguleikana.

BOBBY FISCHER – HEILBRIGĐISSTOFNUN SUĐURLANDS

Í fyrsta lagi var sjálfur Bobby Fischer jarđsettur í grafreit Laugardćlakirkju í síđust viku og ný bygging Heilbrigđisstofnunar Suđurlands var vígđ í sömu viku. Fjölmiđlar hafa fjallađ töluvert um útför Fischers, međal annars um leynd hennar. Báđir ţessir atburđir hafa komiđ á óvart, útför Fischers í Laugardćlakirkjugarđi og ađ Heilbrigđisstofnun Suđurlands skuli vera í Laugardćlasókn, sem hefur veriđ ađ skýrast nú ţegar skipulagsmál svćđisins hafa veriđ uppi á borđi. Í báđum tilvikum er um sérlega ánćgjuleg málefni ađ rćđa. Annars vegar geta íbúar Flóahrepps og Laugardćlasóknar veriđ stoltir af ţví ađ ţessi heimsţekkti skáksnillingur skuli hafa viljađ hvíla lúin bein í grafreit ţessa fornfrćga kirkjustađar. Hins vegar er ánćgjulegt ađ skapast skuli tćkifćri til ađ verđa viđ beiđni kirkjuyfirvalda um jöfnun ţjónustuálags í prestaköllum, í ţessu tilviki milli ţessara misstóru prestakalla, Selfossprestakalls og Hraungerđisprestakalls. Síđast en ekki síst fögnum viđ stórbćttri sjúkrahúsađstöđu fyrir alla Sunnlendinga og heilsugćsluađstöđu fyrir lágsveitirnar í Árnessýslu. Ţađ var ánćgjulegt ađ vera viđstaddur formlega opnun ţessarar glćsilegu ađstöđu. Já, mjög stórir atburđir geta gerst í mjög litlum sóknum.

ÉG MĆLI MEĐ…

ađ lifa einn dag í einu! Hitt er ekkert líf.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband