Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AFNÁM VERĐTRYGGINGAR

SKEFJALAUSIR VEXTIR UNDIR TVEIMUR NÖFNUM

Vinur minn hefur í nokkur ár greitt af tveimur húseignum, einni á Íslandi og annarri í Danmörku. Lániđ á húsinu í Danmörku lćkkar jafnt og ţétt og eign hans í ţví eykst ađ sama skapi. Hann er ánćgđur og stoltur af eign sinni ţar. Höfuđstóll lánsins á húsinu á Íslandi hćkkar stöđugt, afborganir verđa ţyngri og hann á stöđugt minna í ţví. Hann er ósáttur og reiđur vegna ţróunar mála hér. Tröllasögur? Ţví miđur ekki. Öll gögn í málinu liggja fyrir og tala sínu máli. Afnotagjald fjármuna á Íslandi er skefjalaust. Ţađ hjúpar sig tveimur nöfnum sem eru verđtrygging og vextir.

AĐ ŢJÓNA TVEIMUR HERRUM

Ţađ er ótrúlegt ađ verkalýđshreyfingin skuli ekki í yfirstandandi kjaraviđrćđum setja fram kröfu um afnám verđtryggingar lána og ađ kaupmáttur launa verđi tryggđur međ reglulegum leiđréttingum launatalna til samrćmis viđ hćkkun vísitölu neysluverđs. Oft eru sömu ađilar í framvarđarsveitum verkalýđsfélaga og lífeyrissjóđa. Lífeyrissjóđirnir eru stćrstu fjárfestar á hinum innlenda hlutabréfamarkađi og stunda ţar ađ auki umfangsmikla útlánastarfsemi til umbjóđenda sinna. Sömu ađilar vinna annars vegar ađ kjarabótum fyrir almenning og hins vegar ađ ţví ađ hámarka ágóđann af fjármálastarfsemi lífeyrissjóđanna, t.d. međ verđtryggingu lána, sem reynast mörgum mjög erfiđ. Ţađ hefur aldrei reynst gćfusamt og sannfćrandi ađ ţjóna tveimur herrum.

GLĆPUR SÍĐUSTU ALDAR

Skelfilegasta dćmiđ um hvernig verđtrygging hefur svipt saklaust fólk aleigunni er frá níunda áratug síđustu aldar ţegar misgengi lánskjaravísitölu og launa náđi hámarki. Mjög margir sem ţá gátu ekki stađiđ undir afborgunum lána í 45-60% verđbólgu áranna 1978 - 1983 (yfir 100% um mitt ár 1983) hafa boriđ harm sinn í hljóđi. Ţeim var jafnvel ekki trúađ ţegar ţeir reyndu ađ útskýra hvers vegna fjárhagsstađa ţeirra varđ allt í einu mjög slćm. Ţá ţekktist jafnvel ađ húsnćđislán bćru 26-28% vexti og óverđtryggđar skuldbindingar báru um tíma 52,5% vexti. Misgengi níunda áratugarins hefur stundum veriđ kallađ glćpur aldarinnar. Stór orđ! Hins vegar ber ađ hafa í huga ađ aukiđ innsći hagfrćđinga, öflugri hagstjórnartćki, einarđur vilji stjórnmálamanna og ţjóđarsátt hafa orđiđ til ţess ađ allt ţetta er vonandi ađeins veröld sem var.

ÉG MĆLI MEĐ...

afnámi verđtryggingar.


ÓSKILYRTIR KAUPRÉTTARSAMNINGAR OG OFURLAUN

Athyglisvert var ađ hlusta á Vilhjálm Bjarnason viđskiptafrćđing og ađjúnkt í Silfri Egils í gćr er hann rćddi um óskilyrta kaupréttarsamninga, sem leiđa til ofurlauna. Svo virđist sem hér á landi fái stjórnendur banka og annarra stórfyrirtćkja kaupréttarsamninga án ţess ađ gerđur sé samningur um hvern árangur ţeir skuli sýna til ađ slíkur réttur verđi virkur. Ábending hans um árangurstengingu kaupréttarsamninga erlendis hlýtur ađ verđa stjórnum stórfyrirtćkja hér á landi hvati til ađ endurskođa ţessi mál. Ţađ er sjálfsögđ krafa almennra hluthafa. Ađ auki ţarf ađ hafa í huga ađ stjarnfrćđilegur kjaramunur innan lítils samfélags getur rofiđ samhug og gleđi, trú á ađ réttlćti ríki og sátt um ađ hér sé gott ađ vera til. Ţrátt fyrir ţetta finnst mér ađ góđ og dýrmćt störf beri ađ launa mjög vel. Ţađ er hagur okkar allra og lađar hćfileikaríka einstaklinga til ađ takast á viđ ţau verkefni sem ţeir eru bestir í.

ÉG MĆLI MEĐ...

ađ viđ reynum ađ koma málum svo fyrir ađ sem flestir uppskeri eins og ţeir sá. Ţađ er félagslegt réttlćtismál.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband