Færsluflokkur: Lífstíll

ANDLEG, LÍKAMLEG OG FÉLAGSLEG HEILSA

Ég er með stærri mönnum og töluvert þykkur. Ef ég hreyfði mig daglega í 60 mínútur væri ég sennilega í kjörþyngd. Á vorin, sumrin og haustin geng ég töluvert mikið. Best finnst mér að ganga úti í náttúrunni og helst ekki minna en í 200 mínútur á viku að lágmarki. Hreyfing er fyrirbyggjandi og eykur andlegt, líkamlegt og félagslegt þol og hreysti. Í göngutúrum fær heilinn tækifæri til að leita svara við úrlausnarefnum sem oft virðast torleyst og yfirvinna áhyggjur og kvíða. Síðast en ekki síst veita göngutúrar mér oft frjóar hugmyndir. Líkamlegur ávinningur göngutúra er löngu sannaður. Sá ávinningur nær bæði til almennrar líffærastarfsemi og stoðkerfis. Andleg og líkamleg vellíðan leiðir svo til bættrar félagslegrar heilsu, félagslyndis og áræðis.

ÉG MÆLI MEÐ...

göngutúrum, --- bæði stuttum og löngum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband