14.3.2019 | 00:42
Eru engar nefndir í neðri deild breska þingsins, sem finna àsættanlegar niðurstöður?
Nefndir Alþingis þurfa stundum að leggja mikla vinnu í að lagfæra og breyta lagafrumvörpum og þingsályktunartillögum til að tryggur meirihluti tryggi farsæl málalok. Mér hefur alltaf fundist þetta verklag merki um lýðræðislegan þroska. Við lestur frétta um BREXIT síðustu vikur hafa þessar vangaveltur oft leitað á huga minn. Af fréttaflutningi mætti halda að breska forsætisráðherranum einum og sér sé aftur og aftur skipað að koma á ný með betri texta. Svona er þetta örugglega ekki í reynd. En mér er spurn, eru virkilega engar þingnefndir í neðri deildinni, sem vinna að ritun texta til að þóknast meirihluta þingsins? Það væri athyglisvert að lesa úttekt fréttamanns um hvernig breska þingið iðkar þetta þroskaverkefni lýðræðisins.
Gæti enn farið út án samnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Textinn sem þú talar um er tilbúinn samningur við ESB. Og þeim samningi, þeim texta, eins og öðrum fjölþjóða og milliríkjasamningum, verður ekki breytt einhliða af einhverri nefnd Breskra þingmanna. Þá væri ekki lengur um samning að ræða heldur marklaust plagg einhverra þingmanna. Hlutverk þingmanna er í svona tilfellum að samþykkja eða hafna þeirri niðurstöðu sem samninganefndir hafa komist að.
Vagn (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 01:18
Ég þakka þessi viðbrögð. Þessi texti skýrir málið fullkmlega. Texta í þessum anda vildi ég gjarnan sjá þegar stórmál eru á dagskrá. Þetta mætti t.d. skýra fyrir almenningi. Almennt finnst mér að fréttafólk ætti að setja inn í umfjallanir sínar fróðleik um lagatæknileg og stjórnskipunarleg málefni.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 14.3.2019 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.