VERÐBÓLGA OG SAMGREIND (GERVIGREIND)

Fyrir nokkrum dögum spurði ég ChatGPT 4.0 samgreindina um hvaða tækni dyggði best til að hafa stjórn á hárri verðbólgu. Persónulega tek ég ekki undir allar tillögurnar við okkar aðstæður. Hins vegar virðist mér hér engar rökvillur á ferð og reyndar furðulega merkileg hugmyndasamantekt. Þetta var svarið:

Viðbrögð við verðbólgu falla venjulega undir verksvið seðlabanka eða peningamálayfirvalda. Hér eru nokkrar aðferðir sem almennt eru notaðar:

1. Leiðrétting peningastefnunnar: Algengasta tækið til að berjast gegn mikilli verðbólgu er að hækka vexti. Hærri vextir gera lántökur dýrari, sem getur dregið úr eyðslu og kælt hagkerfið. Minni eftirspurn getur síðan dregið úr verðbólgu. Þetta er hluti af samdráttarstefnu í peningamálum.

2. Að draga úr peningaframboði: Til að berjast gegn verðbólgu gæti seðlabanki einnig minnkað peningamagn í umferð beint, t.d. með því að selja ríkisskuldabréf. Þetta er enn önnur leið til að takmarka peninga í umferð og þar með dýrara að taka lán, sem getur dregið úr eyðslu og verðbólgu.

3. Aðlögun ríkisfjármála: Ríkisstjórnin getur tekið þátt í að hafa stjórn á verðbólgu í gegnum ríkisfjármálin. Með því að lækka ríkisútgjöld eða hækka skatta getur ríkið dregið úr heildareftirspurn í hagkerfinu sem getur hjálpað til við að lækka verðbólgu.

4. Tekjustefna: Þessi nálgun miðar að því að stjórna verðbólgu með því að stjórna launa- og verðhækkunum. Ríkisstjórnir eða seðlabankar geta ákveðið hvað launa- eða verðhækkanir mega vera miklar.

5. Gengisstefna: Í landi með mikla verðbólgu getur seðlabankinn valið að tengja gjaldmiðil sinn við stöðugri erlendan gjaldmiðil. Þetta getur hjálpað til við að koma á verðstöðugleika, en líka skapað aðra efnahagslega áhættu ef ekki er rétt stjórnað.

6. Stofnanaráðstafanir: Ríkisstjórnir geta innleitt ráðstafanir eins og afnám hafta, aukið samkeppni og stuðlað að bættri framleiðni til að vinna gegn verðbólgu.

7. Framtíðarhandleiðsla: Seðlabankar kynna oft framtíðaráætlanir sínar um vexti til að hafa áhrif á væntingar og hegðun markaðarins. Ef markaðurinn er fullviss um að seðlabankinn muni með hörku berjast gegn verðbólgu getur það hjálpað til við að halda verðbólguvæntingum í skefjum, sem síðan getur hjálpað til við að halda hinni raunverulegu verðbólgu niðri.

Þetta eru almennar aðferðir en besti kosturinn fer eftir sérstökum aðstæðum hvers hagkerfis. Einnig geta sum þessara tækja haft neikvæðar aukaverkanir, t.d. hægt á hagvexti eða aukið atvinnuleysi. Þess vegna þarf yfirvegaða dómgreind til að meta nauðsyn þess að draga úr verðbólgu á kostnað hugsanlegra neikvæðra aukaverkana.

Því næst spurði ég hvort vextir þyrftu að vera hærri en verðbólgan ef seðlabankinn reyndi að verjast hækkandi verðbólgu með sölu ríkisskuldabréfa. Þetta var svarið:

Þegar seðlabanki selur ríkisskuldabréf er hann í rauninni að fjarlægja peninga úr hagkerfinu, því þeir sem kaupa bréfin eru að skipta reiðufé sínu fyrir bréfin. Þessi lækkun peningamagns getur leitt til hærri vaxta þar sem minna fé er í umferð til að lána. Hærri vextir gera lántökur dýrari og geta því dregið úr eyðslu og fjárfestingum, sem getur hjálpað til við að hægja á verðbólgu.

Vextir á skuldabréfum sem seðlabankinn selur þurfa ekki endilega að vera hærri en verðbólgan. En í reynd gera fjárfestar almennt kröfu um raunávöxtun af fjárfestingum sínum. Það þýðir að þeir vænta þess að vextir skuldabréfsins verði hærri en verðbólgan þannig að þeir séu ekki að missa kaupmátt með því að halda skuldabréfinu.

Ef verðbólga er mikil þyrftu vextir á skuldabréfunum líklega að vera nokkuð háir til að laða að kaupendur. Ef vextirnir eru ekki nógu háir til að bjóða upp á raunávöxtun umfram verðbólgu, gætu fjárfestar hugsanlega ekki verið tilbúnir til að kaupa bréfin og tilraunir seðlabankans til að draga úr peningamagni (og þannig að berjast gegn verðbólgu) gætu skilað minni árangri en ella.

Sambandið á milli skuldabréfavaxta, verðbólgu og peningastefnu er hins vegar flókið fyrirbæri og hægt að hafa áhrif á það af mörgum öðrum þáttum. Seðlabankinn þarf að huga vel að þeim öllum við ákvörðun um stefnu sína.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Liður 2. Peningaframboð. Ríkisjóður var með svona bréf fyrir allöngu. þau voru mjög góð, því maður fékk ríflegan skattaafslátt. Svo fór eitthvert Evrópubatterí að skipta sér að þessu og sagði að þetta skekkti samkeppni á fjármálamörkuðum og þessu var hætt.  Gaman að sjá þig hér Kristinn. Að vera bloggari er töluvert starfa, en dýrmætt að hafa vettvang til að tjá sig. Svo verð'ur maður að vanda sig svo  maður verði ekki stefnt fyrir meiðyrði og þesskonar atriði. Gangi þér vel Kristinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.6.2023 kl. 10:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Liður 2 um að draga úr peningamagni í umferð er áhugaverður.

Samkvæmt opinberum upplýsingum frá í janúar hafði peningamagn í umferð aukist um 22% sem er núna eflaust komið í 25%. Það jafngildir því að fimmta hver króna í umferð hafi orðið til á síðustu rétt rúmum tveimur árum.

Þessu leyfðu stjórnvöld að gerast eftir að verbólgan fór yfir efri vikmörk verðbólgumarkmið, þvert gegn háværum varnaðarorðum, svo sem frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Svo yppa ráðmenn þjóðarinnar núna öxlum og láta eins og þetta hafi komið þeim eitthvað á óvart.

Mikil er skömm þeirra fyrir að hafa ekki brugðist við þeim aðvörunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2023 kl. 18:46

3 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Ég þakka þessi viðbrögð vegna 2. liðar. Sannleikurinn er sá að ef ákveðið yrði að gefa út ríkisskuldabréf með góðum vöxtum gæti það orðið sterkasta vopnið gegn verðbólgunni. Yfirvöld þyrftu þá að sýna þann sjálfsaga að setja andvirðið í skjól, ausa ekki andvirðinu aftur út í opinberar framkvæmdir. Ég bendi sérstaklega á seinna svarið þegar ég spurði nánar út í útfærslu 2. liðar. Persónulega finnst mér þessi leið mjög skynsamleg og sanngjörn og engin ástæða til að gera um hana pólitískan ágreining. Illt er í efni ef við sem þjóð erum ekki fjár okkar ráðandi vegna yfirþjóðlegs valds suður í Evrópu.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 5.6.2023 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka hægt að draga úr peningamagni í umferð með skattlagningu, til dæmid með þrepaskiptum hækkandi fjármagnstekjuskatti á þá sem hafa meirihluta tekna sinna í því formi. Yrði það gert væri svo sannarlega mikilvægt að ríkið notaði þær skattekjur ekki til að auka útgjöld á móti heldur til að draga úr eða jafnvel eyða halla ríkissjóðs.

Einnig er hægt að draga úr peningamagni í umferð með niðurgreiðslum á höfuðstól lána í bankakerfinu. Vaxtahækkanir vinna beinlínis gegn því markmiði vegna þess að jafngreiðslulán eru algengust og þegar vextir á þeim hækka þá lækkar afborgunarhlutinn. Einföld leið til að gera þetta er ef allir sem eru með húsnæðislán frá bönkum myndu endurfjármagna þau með lífeyrissjóðslánum sem auka ekki peningamagn í umferð heldur millifærast þau bara milli reikninga í bankakerfinu.

En punkturinn með fyrri athugsemd minni var fyrst og fremst sá að benda á að besta leiðin til að halda verðbólgu í skefjum er að leyfa henni ekki að fara af stað til að byrja með. Þar brugðust stjórnvöld með því að leyfa peningamagni í umferð að aukast um hátt í 25% eftir að verðbólgan fór yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs, án þess að grípa inn í þá aukningu. Rót vandans má því rekja til þeirra, óháð því hvernig bregðast má við til að reyna að leysa þann vanda sem þau sköpuðu sjálf.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2023 kl. 22:24

5 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Þetta eru umhugsunarverð umfjöllun hjá Guðmundi. Þriðja málsgreinin er sláandi og hefði átt að kalla á mjög ítarlega umfjöllun.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 6.6.2023 kl. 03:20

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þetta hefði átt að kalla á mjög ítarlega umfjöllun, en það gerðist því miður ekki þó svo að upplýsingarnar hafi komið fram í svari ráðherra við fyrirspurn þingmanns á Alþingi.

873/153 svar: verðbólga og peningamagn í umferð | Þingtíðindi | Alþingi

Þar segir m.a.:

"Peningamagn í umferð (M3) hefur aukist um tæp 22% að nafnvirði frá því í mars 2021..."

"Þegar innlánsstofnun veitir lán verður samtímis til nýtt samsvarandi innlán og þannig eykst peningamagn. Það sama á ekki við þegar lífeyrissjóður veitir lán þar sem sú fjárhæð sem er lánuð var áður hluti af innlánum lífeyrissjóðsins eða bundin í öðrum fjárfestingum. Útlán lífeyrissjóða hafa þannig ekki sömu beinu áhrif á peningamagn og þegar innlánsstofnun veitir lán."

Mikil er ábyrgð fjölmiðla sem hafa ekki vakið neina athygli á þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2023 kl. 09:30

7 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Þakka þér fyrir að birta þetta svar um peningamagn í umferð. Ég hef einmitt velt þessu fyrirkomulagi fyrir mér. Hagfræðilega hlýtur það að vera stórt álitamál að bankar skuli stjórna peningamagni í umferð og að útlán færist á eignalið efnahagsreiknings. Margar þverstæður verða þá til, m.a. 1. að útlánagleði banka eykur verðbólgu en gerir þá jafnframt stærri að nafninu til, 2. uppgreiðsla útistandandi lána skilar neikvæðum efnahagsreikningum þeirra og 3. peningamagn í umferð er þá ekki heldur vísbending um efnisleg verðmæti efnahagskerfisins. Ég sé ekki betur en að þá séu farnar að hljóma margar feilnótur. Ef ég fer hér villur vega þætti mér gott að fá ábendingu um það því þessi hljómiviða er ómstríð og skrítin.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 7.6.2023 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband