ÓSKILYRTIR KAUPRÉTTARSAMNINGAR OG OFURLAUN

Athyglisvert var að hlusta á Vilhjálm Bjarnason viðskiptafræðing og aðjúnkt í Silfri Egils í gær er hann ræddi um óskilyrta kaupréttarsamninga, sem leiða til ofurlauna. Svo virðist sem hér á landi fái stjórnendur banka og annarra stórfyrirtækja kaupréttarsamninga án þess að gerður sé samningur um hvern árangur þeir skuli sýna til að slíkur réttur verði virkur. Ábending hans um árangurstengingu kaupréttarsamninga erlendis hlýtur að verða stjórnum stórfyrirtækja hér á landi hvati til að endurskoða þessi mál. Það er sjálfsögð krafa almennra hluthafa. Að auki þarf að hafa í huga að stjarnfræðilegur kjaramunur innan lítils samfélags getur rofið samhug og gleði, trú á að réttlæti ríki og sátt um að hér sé gott að vera til. Þrátt fyrir þetta finnst mér að góð og dýrmæt störf beri að launa mjög vel. Það er hagur okkar allra og laðar hæfileikaríka einstaklinga til að takast á við þau verkefni sem þeir eru bestir í.

ÉG MÆLI MEÐ...

að við reynum að koma málum svo fyrir að sem flestir uppskeri eins og þeir sá. Það er félagslegt réttlætismál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður nokkurn tíma hægt að árangursmæla störf prests hérna megin ?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Ég er alveg sammála um að mörg dýrmætu störfin verða seint rétt launuð, t.d. umönninarstörf. Sum prestsstörf er ekki hægt að árangursmæla. Þegar vel tekst til við sálgæslustörf, sem eru eitt mikilvægasta svið starfsins, eru launin gleði.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 12.2.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þessu er ég verulega sammála, starfsloka og nú starfsbyrjunarsamingar sbr. þetta sem gaukað var að núverandi bankastjóra GLITNIS. þykir mér vera svo mikil og hrein endemis vitleysa að manni kemur fátt annað til hugar en hin fleygu orð sem litli maðurinn í spaugstofunni sem ekur um á sínum fjallabíl.

Eiríkur Harðarson, 12.2.2008 kl. 01:48

4 identicon

Heil og sæl.

Laun þurfa að vera það há að hæft fólk fáist til að vinna verkið með gleði.

Þau þurfa hins vegar ekki að hækka umfram það. Þannig að ef einhver hefur ofurlaun og annar hæfur til starfans er tilbúinn til að vinna fyrir lægri laun. Þá ber að ráða hann eða lækka launin.

Úlfar Guðmundsson.

Úlfar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband