ANDLEG, LÍKAMLEG OG FÉLAGSLEG HEILSA

Ég er með stærri mönnum og töluvert þykkur. Ef ég hreyfði mig daglega í 60 mínútur væri ég sennilega í kjörþyngd. Á vorin, sumrin og haustin geng ég töluvert mikið. Best finnst mér að ganga úti í náttúrunni og helst ekki minna en í 200 mínútur á viku að lágmarki. Hreyfing er fyrirbyggjandi og eykur andlegt, líkamlegt og félagslegt þol og hreysti. Í göngutúrum fær heilinn tækifæri til að leita svara við úrlausnarefnum sem oft virðast torleyst og yfirvinna áhyggjur og kvíða. Síðast en ekki síst veita göngutúrar mér oft frjóar hugmyndir. Líkamlegur ávinningur göngutúra er löngu sannaður. Sá ávinningur nær bæði til almennrar líffærastarfsemi og stoðkerfis. Andleg og líkamleg vellíðan leiðir svo til bættrar félagslegrar heilsu, félagslyndis og áræðis.

ÉG MÆLI MEÐ...

göngutúrum, --- bæði stuttum og löngum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svala göngufíkninni svo til eingöngu í Laugardælasókn. Þar eru góðar gönguleiðir. Í norðanroki verður þó að leita annað.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Laugardælahringurinn er sennilega ein vinsælasti gönguleið Selfyssinga. Hann er hæfilega langur og í nálægð við Ölfusá og fallega náttúru með Ingólfsfjallið sem leiktjald. Það er ekki hægt að fara fram á meira.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 11.2.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Ég minnist þess líka að alltaf þegar þú ferð til útlanda er eins og yfir þig komi eitthvert gönguæði og aðrar samgöngu virðast óæðri. Þá er gengið rösklega um alla borg og skiptir þá engu hvort hún er stór eða lítil. Hún skal gengin og það til enda helst :)

Á þeim stundum þakka ég fyrir að fætur mínir eru nú loksins jafn langir og þínir svo ég þarf ekki lengur að hlaupa á eftir þér á hraða sem þér finnst vera nokkuð rólegur :)

En maður sofnar aldrei betur en eftir góðan og langan göngutúr ;)

Kolbeinn Karl Kristinsson, 12.2.2008 kl. 01:28

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Síðan má nú ekki gleyma blessuðum hjólhestinum, þó hann yrði LÍKLEGA ekki fyrir valinu í þessari tíð.

Eiríkur Harðarson, 12.2.2008 kl. 02:17

5 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Mikið rétt. HJólhesturinn er ljómandi góður.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 12.2.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála! Gönguferðir eru allra meina bót. Bráðum fer mér að batna nógu vel í hnénu til að geta farið að stunda þær aftur - jibbí!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband